28.07.1914
Efri deild: 20. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 298 í B-deild Alþingistíðinda. (1782)

71. mál, stofnun kennarastóls í klassískum fræðum

Karl Finnbogason :

Jeg ætla að gjöra grein fyrir atkvæði mínu, fyrst umræður mega halda áfram, og segja um leið örfá orð til stuðnings hv. þm. Barð. (H. Kr.), úr því að verið er að jagast út af því að hann greiddi ekki atkvæði. Jeg greiddi atkvæði móti dagskránni, af því að jeg er samdóma einum háttv. flm. (S. St.) í því, að málið þurfi að skýra sem best. En það ætti ekki að skýrast síður við það, að það kæmi til 3. umr. hjer í deildinni og síðan til neðri deildar og væri þar rætt og athugað. Hefði dagskráin verið samþykt, var komið í veg fyrir að þingið fengi að athuga málið og skýra, svo vel sem það gat. Hún verkar því að þessu leyti á móti því, sem háttv. flutningsm. vildi að hún gjörði. Vegna þessarar mótsagn- ar í dagskránni sjálfri greiddi jeg atkvæði á móti henni. Og jeg álít, að háttv. þm. Barð. (H. Kr.) hafi getað gjört slíkt hið sama. með góðri samvisku.