05.08.1914
Efri deild: 32. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 309 í B-deild Alþingistíðinda. (1789)

71. mál, stofnun kennarastóls í klassískum fræðum

Karl Finnbogason:

Af því verið er að brúka styrjöldina fyrir grýlu í þessu máli; þá vil jeg benda á það, að í frv. er ekkert á það minst, hve nær embættið skuli sett á stofn. Það má geta því nærri, að stjórnin muni ekki fara að stofna þetta nýja embætti meðan svo svarfar að, að ekki sje hægt að borga embættismönnum, þeim sem fyrir eru, laun þeirra. Þetta tal um styrjöldina í þessu sambandi, sem það er notað hjer nú, er því vindhögg, sem auðsjáanlega er slegið í þeim tilgangi að drepa frv.