05.08.1914
Efri deild: 32. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 309 í B-deild Alþingistíðinda. (1790)

71. mál, stofnun kennarastóls í klassískum fræðum

Guðmundur Björnsson:

Jeg spyr hv. formælendur frv. á hverju þeir byggi það, að þetta embætti verði ekki stofnað undir eins og lögin eru gengin í gildi. Þó að ekkert standi í frv. um það, hve nær það skuli stofnað, getur stjórnin ekki frestað að veita það. Lögin ganga í gildi 12 vikum eftir að staðfesting þeirra er birt í B-deild Stjórnartíðindanna; þá skal stofna þetta embætti, — lögin segja skal, og eftir þeim verður ráðherra að fara, en ekki eftir því, sem feður þeirra láta nú í veðri vaka, í vandræðum sínum.