05.08.1914
Efri deild: 32. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 310 í B-deild Alþingistíðinda. (1792)

71. mál, stofnun kennarastóls í klassískum fræðum

Karl Einarsson :

Jeg skal ekki verða langorður, því að mjer finst umræðurnar þegar orðnar helst til langar og ekki laust við að þær sjeu að verða hlægilegar.

Það er auðvitað, að lögin öðlast gildi 12 vikum eftir að þau hafa verið birt í Stjórnartíðindunum; en þar fyrir þarf stjórnin ekki strax að skipa mann í embættið og ekki fyr en fje hefir verið veitt til þess.