16.07.1914
Efri deild: 10. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 318 í B-deild Alþingistíðinda. (1810)

56. mál, varnarþing í einkamálum

Ráðherra (Hannes Hafstein) :

Jeg skal geta þess út af athugasemdum háttv. 3. kgk. (Stgr. J.) um frumvarp um þetta: efni, sem sje eins og stjórnin óskar, er stjórnin eigi í skúffunni, að það stendur að vísu í athugasemdum stjórnarinnar við frumvarpið, að það hafi oft „komið til tals í stjórnarráðinu að gjöra breytingar á varnarþingsreglum þessum og svo langt rekið, að frumvarp hafi verið samið í þessu efni“. Rjettara hefði verið: uppkast að frumvarpi. Því stjórnin hefir einmitt aldrei afráðið að koma með frumvarp fyr en nú. Ef nefndina hefði fýst að sjá þetta uppkast, þá hefði henni væntanlega gefist kostur á því, því að jeg býst við, að það muni enn geymt. Það er jafnvel tími til þess enn. Ef málinu væri leyft að fara til neðri deildar, gæti nefnd sú, er þar yrði væntanlega skipuð í málið, fengið. ljeð eldri skjöl til undirbúnings því

Jeg get annars hughreyst háttv. deild með því, að það eru litlar líkur til, að frumvarpið verði samþykt óbreytt í neðri deild, svo að þessi deild fær það þá aftur til meðferðar og getur þá gjört við það hvað sem hún vill. Þannig virðist ekki mikill voði á ferðum, þó að frumvarpið fái að fara áfram.