21.07.1914
Efri deild: 14. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 335 í B-deild Alþingistíðinda. (1830)

72. mál, hlutafélagsbanki

Steingr. Jónsson:

Nefndin hefir öll orðið sammála um aðalatriði þessa máls, og því er ekki ástæða fyrir mig til þess að fara mörgum orðum um það, enda hefir háttv. framsm. (Kr.D.) gjört glögga grein fyrir afstöðu nefndarinnar. Jeg vil þó leyfa mjer að minnast á ýms atriði, sem nefndarmenn hafa ekki getað orðið sammála um.

Það er sagt í nefndarálitinu, að tilgangur nefndarinnar hafi aðallega verið sá, að gefa háttv. Nd. tækifæri til þess að fjalla um málið, og lítur svo út, sem þetta sje sagt fyrir hönd allrar nefndarinnar. Þetta er ekki rjett um oss þrjá, sem samferða urðum í nefndinni; okkar vilji var sá einn, að málið næði fram að ganga. En það er ekki bankans vegna, að við óskum þess, heldur vegna landsins. Það er skoðun okkar, að viðskiftaþörf landsins krefji aukinn seðlaútgáfurjett, og að það yrði viðskiftalífi voru og öllu landinu í heild sinni til tjóns, ef látið væri sitja við það ástand, sem nú er. Það virðist mjög óheppilegt, að bankinn færi að útvega sjer seðla frá útlöndum, þar sem það hefir talsverðan kostnað í för með sjer. Hitt sýnist tiltækilegra, að nota seðlaútgáfurjett tandsins, en þar með er ekki sagt, að treysta eigi á fremsta hlunn með útgáfu seðlanna.

Af skýrslum bankans má sjá, að eftirspurnin eftir seðlum eykst stórkostlega. Frá 31. mars til 31. okt. síðasta ár hækkaði seðlaupphæðin, sem í umferð var, úr 900 þús. kr., upp í 100 þús. kr. Þessar tölur sýna þó ekki hækkunina alla, því að í miðjum okt. var 185 þús. kr. meira í umferð en við mánaðarlokin. Þá átti bankinn ekki eftir meira en 200 þús. kr. í seðlum, og var því nærri að þrotum kominn. Menn kunna nú að segja, að staðið hafi sjerstaklega á í fyrra, því að þá var mesta árgæska bæði til sjávar og sveita, eins og allir þeir munu hafa orðið varir við, sem eitthvað fást við gjaldheimtu. En það er ekkert útlit fyrir, að ekki fari eins í ár.

Samkvæmt skýrslum, sem jeg hefi í höndum, voru í umferð 30/6 1913 af seðlum Íslandsbanka rúmlega 1312 þús. kr., en um miðjan október s. á. 2285 þús. kr. Hækkunin var þá 973 þús. kr. í júnílok 1914 voru í umferð fullar 1484 þús. kr. Með sömu hækkun má því búast við að verði í umferð af þessum seðlum um miðjan október í haust 2457 þús. kr. Að líkindum má þó búast við, að enn þá hærri upphæð verði í umferð, því 15. þ. m. voru í umferð 1661 þús., og að auki þeir seðlar, sem útibúin hafa sett í umferð 1.–15. þ. m. Enn fremur hefi jeg heyrt, að Landsbankinn hafi fengið nýlega allstóra upphæð af dönskum seðlum. Bendir þetta alt á að 2½ miljón sje of lítið.

Þessar ástæður gjörðu það að verkum, að jeg áleit skyldu þingsins að rýmka rjettinn. En er til þess kom að. ráða fram úr, með hverju móti þetta skyldi framkvæmt, var það skoðun okkar nefndarmannanna, að sjálfsagt væri, að seðlaútgáfurjetturinn væri ekki bundinn við neina ákveðna upphæð, heldur færi eftir því sem viðskiftaþörfin heimtaði, en láta trygginguna hins vegar vera sem öruggasta. Á þingi 1905 var litið svo á, að 371/20/0 væri nægilegur gullforði, og hefir þar víst verið farið eftir danskri fyrirmynd. Þjóðbankinn danski var ekki skyldur að hafa meiri gullforða en þetta. Það var fyrst. er ný lög voru samin um þetta, að breyting var gjörð, gullforðinn aukinn upp í 500/0, enda var útgáfurjetturinn þá gefinn frjáls.

Við litum svo á, að engin hætta væri við að hafa seðlaútgáfurjettinn ótakmarkaðann á eftir því sem viðskiftalífið útheimti. Á hinn bóginn var talið rjett, ef seðlaútgáfurjetturinn væri aukinn, að heimta meiri tryggingu í málmforða, þannig að 37½% skuli vera lágmarkið, alt hvað upphæð útgefinna seðla fer ekki fram úr 3200 þús. kr., en úr því fari tryggingin hækkandi. Þetta núverandi lágmark, 37½%, má með öðrum orðum ekki haldast lengur en upp í 3200 þús. kr. Það er ekki takmarkað, hve mikið megi gefa út af seðlum, en hver seðill, sem gefinn er út fram yfir 3200 þús. kr., verður að vera algjörlega gulli trygður. Við töldum enga hættu á ferðum, þótt leyft væri að hafa 2 milj. kr. úti umfram verð málmforðans.

Jeg skal taka það fram út af ræðu háttv. framsm. (K. D.), að form. nefndarinnar (J. H.) kom með tillögu um að hafa takmarkið rýmra, taldi 4 milj. kr., eða 2½ miljón umfram gullforðann, hættulaust, og jeg hallaðist nokkuð að því, en jeg vildi ekki gjöra það að kappsmáli, með því að jeg tel bankanum nægja þetta um alllangan tíma.

Það var eitt atriði í ræðu háttv. framsm., sem jeg vildi gjöra nokkra athugasemd við. Hann tók það fram, að þetta mál hefði fyrst átt að koma til meðferðar í neðri deild, þar sem um svo stórt fjármál væri að ræða. Jeg held að þetta sje eigi rjett athugað hjá háttv. framsm., því að hjer er ekki farið fram á að afsala neinum seðlaútgáfurjetti. Það hefir áður verið gjört með lögum 7. júní 1902. Með þeim var seðlaútgáfurjettinum afsalað um 30 ár. Við getum ekki afsalað því, sem eitt sinn hefir verið afsalað. En þessu afsali fylgdu svo takmarkanir og skilyrði, sem sett voru í tryggingarskyni. Sumir ætla raunar, að þau hafi ekki verið sett til tryggingar, heldur af eftirlátssemi við Þjóðbankann danska. Tilgangur þessa frv. er að eins að breyta lítilsháttar einu af þessum skilyrðum.

Mjer fanst kenna misskilnings á öðru efni í ræðu háttv. framsögum. Hann taldi athugavert að auka útgáfurjettinn, því að á þann hátt afhentum vjer verðmæti, sem vjer gætum haft meira upp úr á annan hátt. Hjer er nú ekki verið að afhenda neitt, eins og jeg hefi tekið fram. Hjer er ekki heldur neinu verðmæti spilt, heldur einmitt hið gagnstæða. Því meira sem gefið er út af seðlum, því meira hefir landið upp úr því, því dýrmætari er seðlaútgáfurjetturinn. Nú hefir ekki annar banki seðláútgáfurjett en Íslandsbanki. Ef hann gefur út 21/2 milj. kr., þá er útgáfurjetturinn 21/2 milj. kr. virði. Ef hann gefur út 5 milj. kr., þá er hann miklu meira virði. Þegar vjer eftir 20 ár tókum útgáfurjettinn í vorar hendur, eða seljum hann öðrum í hendur, þá getum vjer afhent hann fyrir hærra árlegt gjald. 1908 mátti Þjóðbaukinn danski greiða álitlega upphæð fyrir þennan rjett.

Hitt er rjett, að nauðsyn er að setja í lögin örugg tryggingarákvæði, og hjer var öll nefndin sammála um að láta trygginguna fara eftir upphæð seðla í umferð. Þegar 5 milj. kr. eru gefnar út, verður málmtryggingin 60%, en þegar það eru 6 milj. kr., 66%.

Háttv. framsm. gat þess, að landssjóður bæri ábyrgð á seðlum bankans. Þetta er að því leyti rjett, að ef bankinn gæti eigi innleyst seðlana, þá mundi það lenda á landssjóði. Líklega stendur það samt hvergi í lögum, og til þess kemur ekki fyr en alt hlutafje er uppetið. Hjer er því um tvöfalda tryggingu að ræða, í fyrsta lagi gullforðann og í öðru lagi hlutafjelagsfjeð. En þetta stendur reyndar ekki í sambandi við seðlaútgáfurjettinn. Ef til þess kæmi, að annarhvor bankinn yrði gjaldþrota, yrði landssjóður að taka í taumana, ekki af lagaskyldu, heldur af því, að svo mikið væri í húfi, að landssjóður yrði að hlaupa þar undir bagga, til að bjarga velferð landsins. Jeg held því að hv. framsm. hafi mál að ofsvörtum litum, þar sem hann óttaðist, að landssjóði gæti stafað hætta af útgáfuleyfinu. Jeg vil leggja áherslu á þetta, að bankinn má ekki gefa út, og hefir enga hvöt til að gefa út, meira en brýn nauðsyn krefur.

Jeg lýk máli mínu með þeirri ósk, að frv. fái að ganga gegnum deildina.