31.07.1914
Efri deild: 16. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 350 í B-deild Alþingistíðinda. (1839)

72. mál, hlutafélagsbanki

Júlíus Havsteen:

Það er eins með mig og háttv. 3. kgk. (Stgr. J.), að þessi breytingartillaga kom flatt upp á mig. Jeg hafði alls ekki búist við henni. Hún setur bankanum alveg óhæfileg skilyrði, því að hvernig á bankinn að auka hlutabrjefaupphæð sína, þegar gömlu hlutabrjefin eru fallin niður í 82%? Engin skynsöm bankastjórn getur tekið sjer slíkt fyrir hendur. Jeg get ekki heldur sjeð, að Alþingi hafi hinn minsta rjett til að setja bankanum slíkt skilyrði. Með lögunum frá 1902 eru bankanum sett skilyrði fyrir seðlaútgáfurjettinum, sem er fullnægt, og er hlutabrjefaupphæðin þar hvergi gjörð að skilyrði fyrir því, hvað mikið megi gefa út af seðlum. — Ef brtt. verður samþykt, verður afleiðingin sú, að frumvarpið kemur að engum notum, og má þá telja það sama. sem fallið. Jeg held nú raunar, að bankanum geti staðið á sama um það, en: landslýðnum getur ekki staðið á sama Þetta getur meðal annars orðið til þess, að diskontoin hækki okkur til stórtjóns. Menn eru alt af að hrópa um, að peninga vanti í landið, en gjöra svo alt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að varna því, að hægt sje að ná í þá. — Jeg hlýt þess vegna að lýsa því yfir, að jeg mun greiða átkvæði á móti brtt. Það er þegar búið að breyta stjórnarfrumvarpinu nægilega til hins verra, þó að þetta bætist ekki ofan á.