23.07.1914
Efri deild: 16. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 354 í B-deild Alþingistíðinda. (1845)

72. mál, hlutafélagsbanki

Kar1 Einarsson :

Það var að eins stutt athugasemd.

Jeg óska að frumvarpið verði tekið út af dagskrá, því það þarf að laga breytingartillögu mína að forminu til. En jeg lýsi yfir því, að jeg greiði því að eins atkvæði með frumvarpinu, ef það verður ekki tekið út af dagskrá, að tillaga mín verði þá samþykt, og býst jeg þá við að háttv. neðri deild komi lagi á frumvarpið að þessu leyti.

Jeg ætla ekki að svara ræðu háttv. 3. kgk. (Stgr. J.), enda heyrði jeg hana ekki alla. Jeg heyri sagt, að hann hafi hreytt í mig einhverjum ónotum, og læt jeg mjer slíkt í ljettu rúmi liggja.