24.07.1914
Efri deild: 17. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 355 í B-deild Alþingistíðinda. (1849)

72. mál, hlutafélagsbanki

Karl Einarsson :

Jeg vil biðja háttv. deild að afsaka að breytingartillaga mín við frumvarp þetta varð að forminu til þannig af vangá, að henni þurfti að breyta; nú hefir þetta verið lagað, svo jeg vona að henni verði vel tekið.

Að öðru leyti hefi jeg ekkert við það að bæta, sem jeg hefi sagt um málið. Ef frumvarpið verður samþykt í þeirri mynd, sem það nú er i, get jeg ekki greitt því atkvæði. Jeg get ekki sjeð, að neitt það hafi komið fram í umræðunum, sem geti hnekt þeim skoðunum, sem jeg hefi látið í ljós. Að minsta kosti vona jeg, að flestir hafi áttað sig á, að bankanum væri ekki sýnt neitt vantraust, þótt breytingartillaga mín yrði samþykt.