10.08.1914
Efri deild: 36. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 404 í B-deild Alþingistíðinda. (1892)

31. mál, þingsköp Alþingis

Sigurður Stefánsson:

Jeg mun taka með allri hógværð áminningu hins margfróða og margvitra hv. þm. Seyðf. (K. F) Aðalkjarninn í máli hans var, að aðfinslur mínar kæmu fram á röngum stað og tíma. Hvernig getur hv. þm. látið það út úr sjer, að þær komi fram á röngum tíma og að þær hefðu átt að koma fyr? Jeg gat ekki talað um það, sem jeg talaði um, áður en það gjörðist. Jeg gjörði það. nú, er það var orðið, í því skyni að reyna að fyrirbyggja, að slíkt kæmi fyrir oftar Ef alt, sem hinn hv. þm. segir og gjörir, er mótað líkum hugsanaskarpleik, og met jeg hann ekki meira en meðalverð allra meðalverða. Þá er nú þetta, að ávítur mínar hafi verið bornar fram á röngum stað, og að jeg hefði átt að flytja þær þar, er Nd. var við og gat borið hönd fyrir höfuð sjer. Hvernig átti Nd. að veravið hjer í þessari deild, svo að hún gæti svarað? Þingsköpunum hefir enn ekki verið breytt þannig, að Nd. geti svarað Ed. Jeg verð að fyrirgefa hv. þm. þessar fjarstæður, sem ungum og óreyndum.

Það er fært fram til afsökunar þessum mikla drætti, að ráðherra haf farið utan. En þetta er hrein og bein vitleysa, ef slíkt er ekki sagt mót betri vitund. Eins. og það hefði ekki mátt vinna að kosningalögunum, þó að ráðherra færi utan, auk þess sem það er nú hálfur mánuður síðan ráðherra kom. En þau komu ekki á dagskrá í Nd. fyrr en í fyrradag. Getur nokkur maður mælt bót slíkum vinnubrögðum? Slíkt er ekki til annars en að ala upp í mönnum ábyrgðarleysi og skeytingarleysi. Við höfum setið hjer um hálfan annan mánuð og dag eftir dag eytt tímanum í helberan hjegóma. Mjer virtist hv. þm. og vera mjer samdóma um, að aðfinslurnar væru rjettmætar, en að eins þótti honum það, að jeg hefði flutt mál mitt á röngum stað og tíma.