10.07.1914
Efri deild: 5. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 410 í B-deild Alþingistíðinda. (1899)

17. mál, bann gegn útflutningi á lifandi refum

Karl Finnbogason :

Háttv. flm. (S. St.) lagði áherslu á þann hagnað, er megi hafa af þessari atvinnugrein. En ef svo færi nú, að t. d. 10 menn í landinu næðu þessari atvinnugrein á vald sitt, þá gætu þeir tekið saman höndum og ráðið verðinu á vörunni, er hjer ræðir um (yrðlingunum). Þannig gæti það orðið lægra en ef útlendingar væru til samkepni og kæmi það niður þar sem síst skyldi, á þeim, sem hafa tjón og fyrirhöfn af refunum. Jeg tel víst, að fáir muni hafa gagn af því, að frumvarp þetta verði að lögum, en margir ógagn, og slíkt mun jeg aldrei styðja. Og ef þessi atvinnugrein getur ekki staðist án verndar laganna, fæ jeg ekki sjeð, að hún sje svo mikils virði sem háttv. flutningsm. (S. St.) lætur í veðri vaka.