29.07.1914
Efri deild: 21. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 440 í B-deild Alþingistíðinda. (1927)

62. mál, hvalveiðamenn

Framsögum. minni hl. (Karl Finnbogason):

Hv. þingm. Ísf. (S. St.) sagði, að jeg hefði farið rangt með orðið skaðabótakröfur. En hv. sami þingm. komst eins að orði seinna í ræðu sinni og sagði, að eigi væri hægt að koma í veg fyrir þær. Sannaðist þar, að hægra er að kenna heilræði en halda, og ljettara að víta aðra en gjöra vel sjálfur. Annars hirði jeg eigi um hártoganir hans.

Aðalástæða hans var sú, að hvalveiðamennirnir vær á förum, og því væru frv. hættulaust. En það er meiningarlaust að friða hvali fyrir þeim, sem vilja ekki veiða þá. Hvaða ástæða er til að friða hvali, ef enginn ásækir þá?

Gott þykir mjer, að hv. 6. kgk. (G. B.) er mjer samdóma um það, að rjett sje að fella frv. og láta málið bíða næsta þings. Þá getur komið til mála að nema lögin úr gildi, ef menn vilja ekkert til vinna að hafa þau. Ef lögin eru góð, álít jeg, að eitthvað sje gefandi fyrir að halda þeim, og að landið geti staðið sig. við að greiða þeim skaðabætur, er þau. verða að tjóni. Annars er engin eftirsjón. í þeim.

Jeg álít það rjetta athugasemd, sem hv. þingm. Strandamanna (M. P.) gjörði um Bull. En jeg vil benda hv. þm. á það, að Bull getur byrjað veiðar aftur áður en lögin ganga í gildi, ef honum sýnist. Og þá á hann rjettinn eftir sem áður.