30.07.1914
Sameinað þing: 3. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 24 í B-deild Alþingistíðinda. (2080)

102. mál, handbært fé landssjóðs komið í gull

Steingrímur Jónsson:

Jeg vil leyfa mjer að benda háttv. þingmönnum á, að það, sem farið er fram á í þessari tillögu, er að eins að landsstjórnin víxli fje landssjóðs í gull, svo sem unt er og nauðsyn krefur. Það verður að leggja aðaláhersluna á þetta orðalag tillögunnar. Landsstjórninni verður að vera það ljóst, að hún má ekki gjöra þessar ráðstafanir nema

nauðsyn krefji. Það verður að vera óhjákvæmileg þörf fyrir hendi. Í tillögunni segir ennfremur „svo sem unt er“. Þar með er sagt, að ekki má fara svo að, að hætta stafi af því fyrir landið, svo sem væri, ef allur gullforði Íslandsbanka væri tekinn.