30.07.1914
Sameinað þing: 3. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 31 í B-deild Alþingistíðinda. (2089)

102. mál, handbært fé landssjóðs komið í gull

Pjetur Jónsson:

Mjer datt að eins í hug, hvort ekki mætti koma með breytingartillögu vegna þess að orðalag tillögunnar er dálítið stífara en ætlast er til að hún sje skilin. Hún er svo orðuð: „Alþingi ályktar að skora á landsstjórnina að víxla öllu handbæru fje landssjóðs í gull, svo sem unt er og nauðsyn krefur“, o.s.frv. Væri þetta orðað svo: „Alþingi ályktar, að heimila landsstjórnni að víxla handbæru fje landssjóðs í gull, svo sem uni er og nauðsyn krefur“, o. s. frv., þá er stjórninni ekki skipað að gjöra þetta, og þannig kæmi tillagan líka betur heim við það, hvernig umræðurnar hafa fallið. Það sem jeg vil með þessari breytingartillögu, er að heimila stjórninni að víxla fjenu, en ekki skipa henni það, og þar af leiðandi þyrfti líka að breyta fyrirsögninni.

Mjer finst tillagan þannig orðuð koma heim við það sem háttv. flutningsmaður (E. A.) talaði um, að væri eini tilgangurinn, sá, að bera landsstjórnina undan vítum eftir á, ef hún gjörði eitthvað í þessa átt.