30.07.1914
Sameinað þing: 3. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 31 í B-deild Alþingistíðinda. (2090)

102. mál, handbært fé landssjóðs komið í gull

Hannes Hafstein:

Jeg vil að eins leyfa mjer að koma fram með þá tillögu, og skora fastlega á alla háttv. þingmenn að láta það eftir, að þessu lítt hugsaða máli verði ekki ráðið til lykta nú í kveld. Ein af ástæðunum til þess er sú, að þessi bráða fundarsamköllun í sameinuði þingi að næturlagi hefir vakið ugg og ótta í bænum, sem ef til vill getur orðið háskalegur fyrir bankana, þar sem hann getur orðið því valdandi, að menn þyrpist að þeim þegar á morgun til að rífa út inneignir sínar. Jeg er innilega sannfærður um að þingið gjörir alt hið sama gagn, sem það getur gjört í þessu efni, þó að mál þetta sje látið bíða til morguns.