03.07.1914
Neðri deild: 2. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í B-deild Alþingistíðinda. (21)

120. mál, stjórnarskrá

Bjarni Jónsson :

Það er rétt hjá hæstv. ráðherra, að þingmenn munu hafa gert ráð fyrir því, að málin yrði eftir sem áður borin upp fyrir konungi í ríkisráðinu, en hitt mun engum, eins og eg tók fram áðan, hafa komið til hugar, að gerð yrði bindandi ákvörðun um það, að þau skyldi borin þar upp um aldur og æfi, eða þangað til ríkisþingi Dana þóknaðist að samþykkja ný sambandalög milli Íslands og Danmerkur, eins og gert er ráð fyrir í opna bréfinu.