13.08.1914
Sameinað þing: 9. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í B-deild Alþingistíðinda. (2119)

130. mál, gjaldmiðill

Ráðherra (S. E.):

Jeg hefði helst kosið að þingið hefði afgreitt lög um þetta vandamál, í stað þess að varpa nú í þinglokin öllum vandanum á herðar stjórnarinnar. En nú er komið sem komið er, og mun stjórnin að sjálfsögðu telja það skyldu sína að greiða úr máli þessu á þann hátt, sem hún telur að best megi fara.

Að öðru leyti skal jeg taka fram, að jeg tel mér heimilt að gefa út bráðabirgðalög um framlenging á óinnleysanleg leik seðla

Íslandsbanka, og til þess mun jeg grípa, ef þörf krefur. Jeg skal og taka það fram út af ræðu hv. þm. N.-Ísaf. (Sk. Th.), að það er viðsjárvert, og getur orðið skaðlegt, að gjöra mikið til þess að vekja ótta og kvíða í landinu út af stríðshættunni.

Umfram alt ríður á því, að blöðin sýni ró og stilling og varist allar æsingar. Þingið hefir gjört það, sem það hefir getað í þessu efni, og stjórnin hefir vilja á að láta ekki sitt eftir liggja. Yfir höfuð er gott fyrir oss að hafa það hugfast á þessum tímum, að spara óþörf orð, en vinna þess meira til að firra ættjörðina tjóni.