24.07.1914
Neðri deild: 20. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 244 í B-deild Alþingistíðinda. (212)

2. mál, sauðfjárbaðanir

Framsögum. minni hl. (Stefán Stefánsson):

Eg var að hugsa mig um, hvort eg ætti nokkuð að svara þessari síðustu ræðu eða ekki. Mér fanst þar enn lítið sagt hjá háttv. þm. og varla svara vert.

Eg hjó eftir því, að hann talaði um undanhald hjá mér. Það er nú eftir því, hvernig það er skoðað. Eg lít svo á, að þegar lög eru samin, eigi mest að sníða þau eftir þörfum og ástæðum þeirra, sem eiga að hlýða þeim, og það bera breytingartillögur mínar með sér, að þær eru svo gerðar. En að hins vegar eigi ekki að halda í ákvæði, sem bersýnilega eru óhagkvæm og vekja að óþörfu mótspyrnu. Frumvarpið er líka framborið samkvæmt óskum kjósenda minna, sem finna til þess, hvað nefnd ákvæði eru illa viðeigandi og óheppileg.

Annars skal eg geta þess, að eg skildi ekki þessa flóknu setningu háttv. þm. nm að það væri ekki svara vert, sem menn segði, þegar menn »væri ekki í því ástandi, að geta ekki talað hitalaust um málið«. Eg skrifaði þessa speki ræðumannsins, og má hver skilja hana sem vill.