13.08.1914
Sameinað þing: 9. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 76 í B-deild Alþingistíðinda. (2123)

130. mál, gjaldmiðill

Einar Arnórsson:

Hv. síðasti ræðum. (B. K.) ljet sjer sama að segja af nefndarfundi, og legg jeg það undir dóm allra hv. þingmanna, hversu virðulegt það er. En hitt var þó verra, að hann skýrði ekki rjett, heldur rangt frá. Hann sagði að jeg hefði verið á móti því yfir höfuð, að seðlaútgáfurjettur bankans væri aukinn. Þetta er ekki rjett. Jeg greiddi atkvæði á móti því, á þeim grundvelli, sem Ed. hafði lagt. En þegar frumvarpinu hafði verið breytt af meiri hl. nefndarinnar, var það orðið alt annað.