13.08.1914
Sameinað þing: 9. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 78 í B-deild Alþingistíðinda. (2126)

130. mál, gjaldmiðill

Ráðherrann (S. E.) :

Jeg lýsti yfir því, í síðustu ræðu minni, að jeg skildi tillöguna svo, ef ekki væru aðrar leiðir fyrir hendi, þá væri mjer heimilt að auka seðlaútgáfu Íslandsbanka. Jeg held þessum skilningi enn föstum. En vegna þeirra athugasemda, sem gjörðar hafa verið af hálfu tveggja háttv. þingmanna, 1. þingm. Gullbr.-og Kjósaraýslu (B. K.) og þingmanni Vestmannaeyjasýslu (K. E.), þykir mjer vissara, til að taka af öll tvímæli, um rjettmæti þess skilnings míns, að ráða til að breytingartillaga háttv. 2. þingm. Árnesinga (E. A.) verði samþykt.

Undir umræðunum hafði verið útbýtt tveimur breytingartillögum við tillöguna:

1. á þgskj. 517 frá Einari Arnórssyni og

2. — 518 — Karl Einarssyni.

Forseti leitaði leyfis til afbrigða frá þingsköpum, til þess að mega bera þær undir atkvæði.

Voru afbrigðin samþykt með öllum atkvæðum.