13.08.1914
Sameinað þing: 9. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 88 í B-deild Alþingistíðinda. (2132)

Þinglausnir

Að lokinni dagskrá á 9. fundi sameinaðs þings, fimtudaginn .13. ágúst, að öllum þingmönnum viðverandi, skýrði forseti frá störfum þingsins á þessa leið, með því að nú væri útrunninn tími sá, er þingið mætti starfa að þessu sinni, og öllum mest verðu störfum þess lokið:

Alþingi 1914

hefir haft til meðferðar alls 85 lagafrumvörp. Þar af :

1. Stjórnarfrumvörp

15 lögð fyrir Alþingi; þar af 4 feld,

en afgreidd sem lög 11

2. Þingmannafrumvörp

70 borin fram;

þar af 18 feld,

11 tekin aftur,

8 ekki útrædd, en afgreidd sem lög 33

Alls afgreidd frá Alþingi 44 lög.

Auk þess hefir verið til meðferðar í þinginu :

a. Þingsályktunartillögur

31 bornar fram;

þar af 7 samþ., en ekki afgr. til ráðherra,

1 feld,

1 ekki útrædd, en

22 samþ. og afgreiddar til ráðherra.

b. Fyrirspurnir

2 bornar fram, leyfðar og þeim svarað.

c. Rökstuddar dagskrár

12 bornar fram ;

þar af 5 samþyktar,

en 7 feldar.

Forseti mælti þar næst til þingsins að skilnaði svofeldum orðum :

Þá er störfum Alþingis lokið að þessu sinni.

Það eru nú í sögu þess allmerkileg tímamót.

Vjer höfum allir munað eftir því í sumar, að 40 ár eru liðin síðan Alþingi fjekk löggjafarvald. Þetta er 25. löggjafarþingið,. sem nú er á enda háð.

Það er venja á slíkum tímamótum, semmarkast á þessu líkan hátt, að telja eftir þeim tímabil í lífi og sögu, og þá að líta yfir hið liðna og láta það verða að hvötum til framtaks fyrir hið ókomna.

Vjer höfum ástæðu til að líta allánægðir yfir liðið skeið löggjafarþinganna. Mörg framfaraspor stígin á hverju svæði því nær. Löggjafarþingin hafa eðlilega á liðnu áratugunum verið þjóð vorri til ómetanlegra heilla, öll saman og hvert um sig markað stærri og smærri framfaraspor í atvinnuvegum og ástandi þjóðarinnar.

Sú ósk hefir áreiðanlega búið í huga hvers af oss, sem höfum átt það hlutskifti að heyja þetta 25. löggjafarþing vort, að láta það einnig marka spor fram á leið. Og hversu sem vjer sjálfir og aðrir dæma um að stöfin hafi tekist, þá vonum vjer að þetta þing sitji ekki við það eitt að vera merkisþing í töluröðinni.

Það hefir afgreitt 2 stórmál.

Fyrst stjórnarskrármálið, sem það aðallega kom saman til að leiða til lykta.

Nú hefir það fyrir sitt leyti lagt síðustu hönd á það mál, með þeim umbótum, sem fela í sjer meira tímabært frjálslyndi, rjettlæti og framfaramöguleika.

Annað er fánamálið, sem einnig má verða til mikilla heilla til að glæða samheldni inn á við og framtak út á við.

Og þó að í hvorugu málinu sje síðasta marki náð, þó ekki sje svo fullbjart sem skyldi yfir síðustu úrslitum þeirra, þá slitum vjer þingi með þeirri von og ósk, að það horf, sem þau eru komin í, verði landi voru og þjóð til blessunar og heilla.

Þá hefir Alþingi enn að þessu sinni haft til meðferðar óvænt mál, sem ekkert löggjafarþing hefir fyrri þurft að hafa með höndum. Það eru ráðstafanir vegna þeirrar afar-geigvænlegu styrjaldar, sem nú geysar yfir Norðurálfu.

Vjer erum svo lánsamir, að fósturjörð vor er fyrir utan þann hrikaleik, en afleiðingar hans eru þó farnar þegar að bitna tilfinnanlega á oss. Alþingi hefir haft hug á að gjöra ráðstafanir til að afstýra þeim afleiðingum sem unt er.

Vjer vitum ekki hve alvarlegar þær allar verða áður lýkur.

En vjer biðjum guð með einum huga að blessa fósturjörð vora og forða henni frá grandi.