01.07.1914
Sameinað þing: 1. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 10 í B-deild Alþingistíðinda. (2152)

Þingsetning í sameinuðu þingi

Framsögumaður 3. kjörbrjefad. (Jón Magnússon):

Þriðja kjörbrjefadeild hefir haft til athugunar kjörbrjef þingmanna annarar kjörbrjefadeildar og útdrætti úr gjörðabókum hlutaðeigandi yfirkjörstjórna og hefir ekkert fundið þar við að athuga, nema það, sem háttv. framsögnmaður 2. kjörbrjefadeildar tók fram, sem sje uppkosninguna í einum hreppi í Norður-Múlasýslu.

Deildin leggur til að öll kjörbrjefin sjeu tekin gild.

Tillaga kjörbrjefadeildarinnar samþykt í einu hljóði.

Að þessu loknu unnu allir þeir þingmenn lögskildan eið að stjórnarskránni, er nýkosnir voru og ekki höfðu áður átt sæti á Alþingi, þeir sem til þings voru komnir.