27.07.1914
Efri deild: 19. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 270 í B-deild Alþingistíðinda. (2178)

51. mál, vegir

Kristinn Daníelsson:

Jeg vil leyfa mjer að benda á, að nú er orðið mjög áliðið þingtímans, svo að það getur orðið málinu að falli, ef það er tekið út af dagskrá. Það á að fara hjeðan til háttv. Nd. og mætti vel leggja þar fram þær upplýsingar, sem mönnum finst vanta hjer Jeg vil því mæla á móti því, að málið verði nú tekið út af dagskrá.