03.07.1914
Neðri deild: 2. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í B-deild Alþingistíðinda. (22)

120. mál, stjórnarskrá

Ráðherrann (H. H.) :

Eg man ekki betur, en einmitt háttv. þm. Dalam., sem var í minni hluta í stjórnarskrárnefndinni á seinasta þingi, hafi í fyrra lýst yfir því skriflega í minni hluta áliti sínu, að hann gerði ráð fyrir því sem Sjálfsögðu, að ráðherra Íslands undirskrifaði með konungi úrskurðinn um það, hvar íslenzk mál skyldi borin upp fyrir honum, og honum var það eins ljóst eins og öllum öðrum, að hann mundi kjósa til þess ríkisráðsfund.

Það er alls ekkert nýtt í því, að konungur bindi samþykki sitt til breytinga á slíkum úrskurði við það, að samþykt verði áður ný sambandslög milli landanna. Fyrrverandi konungur, Friðrik VIII, lýsti yfir því við þá verandi ráðherra, Kristján Jónason, að hann gerði það að skilyrði fyrir staðfestingu stjórnarakrárbreytingar, er fæli í sér afnám ríkisráðsákvæðisins úr stjórnarskránni, að samþykt yrði ný sambandslög. Eftir konungaskiftin bar sami ráðherra þessi sömu boð frá hinum núverandi konungi vorum til alþingis. Það getur því ekki komið mönnum á óvart, þótt samskonar hugsun kæmi fram af hálfu konungs nú, þótt slept væri kröfunni um að uppburður málanna í ríkisráði væri stjórnarskráratriði, enda skildi meginþorri alþingis þessa skírskotun til nýrra sambandslaga svo á þingi 1912 og 1913, að konungur væri því hlyntur, að breyting yrði ger á ríkisréttarsambandinu, samkvæmt óskum af Íslands hálfu og gæti hugsað sér, að samkomulag gæti orðið milli beggja aðila, alþingis annarsvegar og ríkisþingsins hins vegar, um þannig lagaða breytingu á ríkisréttarsambandinu, að haga mætti uppburði málanna á annan hátt.