06.07.1914
Neðri deild: 4. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 269 í B-deild Alþingistíðinda. (253)

16. mál, beitutekja

Matthías Ólafsson :

Eg bjóst ekki við neinum mótmælum gegn þessu frv., sízt frá yfirvaldi. Eg skil það ekki, að löggjafinn hafi ætlast til að lögin væri brotin, án þess að sektar lægi við. Það er ekki nóg með það, að greitt er sárlítið gjald fyrir beitutekju, heldur haldast mönnum uppi lögbrotin sektarlaust. Mér þykir það undarlegt, að þeir sem laganna eiga að gæta, skuli vera ánægðir með það, að lögin sé brotin, án sekta. Eg vil ekki stuðla að því, að sjómannastéttinni haldist uppi að ósekju að vaða upp á aðra. Sjómenn eiga að borga sínar þarfir, líkt og aðrar stéttir.