15.07.1914
Neðri deild: 12. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 270 í B-deild Alþingistíðinda. (258)

16. mál, beitutekja

Framsögum. minni hl. (Guðmundur Eggerz):

Þetta er ekki stórmál. Ástæðan fyrir þessu frumv. er sú, að nokkurrir bændur á Vestfjörðum hafa kvartað yfir því, að mótorbátur hafi komið og tekið beitu, á þann hátt, sem bændunum líkaði ekki. Þetta get eg ekki talið næga ástæðu til breytinga. Breytingin felur í sér hækkun á borgun sjómanna fyrir beitu og sektir. Eg þarf ekki að fara fleiri orðum um þetta. Það er rétt, sem eg hefi áður tekið fram, að með þessari breytingu verður beitutekjan örðugri sjómönnum, og er það nokkuð skrítið, að maður, sem á að vera talsmaður sjómannastéttarinnar, skuli einmitt verða til þess að flytja frumv., sem fer fram á að íþyngja Sjómannastéttinni.