15.07.1914
Neðri deild: 12. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 272 í B-deild Alþingistíðinda. (260)

16. mál, beitutekja

Framsögum. minni hl. (Guðmundur Eggerz):

Eg skal taka það fram, að í 3. gr. gildandi laga, eru lagðar skaðabætur við, ef raskað er rétti landeiganda. Eg vil vekja athygli hv. deildar á því, að í netlögum má enginn taka skelfisk, án leyfis landeiganda, og er því réttur landeiganda nægilega varinn.

Annars vil eg ekki þrátta um þetta mál. Eg þykist mega ganga að því vísu, að þetta frumvarp verði samþykt hér, eins og flest þau frumvörp, sem miða að því, að íþyngja sjómannastéttinni, enda er við því að búast, þegar sá maður, sem ætti að vera helzti talsmaður sjómannastéttarinnar legst á móti henni.