15.07.1914
Neðri deild: 12. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 302 í B-deild Alþingistíðinda. (299)

12. mál, lögreglusamþykkt fyrir Hvanneyrarhrepp

Framsögum. (Stefán Stefánsson) :

Það er um þetta frv. að segja, að nefndin ræður til að það verði samþykt, en þó með þeirri breytingu, að úr verði feld þau ákvæði, sem snerta heimildina um byggingarsamþykt. Þau vóru talin óþörf vegna þess, að lögin frá 20. okt. 1905 heimila hreppsnefndum að gera byggingarsamþyktir fyrir kaupstaði, þó að þeir sé að eins partur úr hrepp. Þetta er líka í fullu samræmi við það, sem eg tók fram við 1. umræðu málsins. Aðrar breytingar fer nefndin ekki fram á að gerðar sé nema ef það skyldi telja breytingu, að hún leggur til, að leiðrétt verði það, sem mér hafði orðið á af vangá, þegar eg samdi frumvarpið, að eg setti, að sektir gegn brotum á samþyktinni skyldi renna í sýslusjóð í staðinn fyrir sveitarsjóð.

Þetta var sem sagt fyrir hreinustu vangá og tel eg sjálfsagt að leiðrétta það