11.07.1914
Neðri deild: 9. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 311 í B-deild Alþingistíðinda. (312)

14. mál, vörutollur

Guðmundur Eggerz:

Eg á hér viðaukatillögu á þskj. 74. Eg hefi lítið um hana að segja umfram það, sem eg tók fram við 1. umr. þessa máls. Eftir hinum upphaflegu vörutollslögum vóru bátar tollfrjálsir, en á síðasta þingi var lagður á þá tollur. Það, sem vakti fyrir þeim þingmönnum, sem toll vildu leggja á bátana í fyrra, var það, að með tollinum mundi bátasmíðin verða innlend. En eg skal nú sýna fram á það, að tollurinn getur ekki stutt að því, að gera bátasmið innlenda, þótt hann sé tilfinnanlegur. Eg er því hlyntur, að bátasmíð verði innlend. En það, að 700 kr. »fragt«, sem er á mótorbátum, auk þessa tolls, eykur ekki bátasmið hér á landi, sýnir það, að ekki getur verið um innlenda bátasmið að ræða, nema þá með því að hækka tollinn enn meira. Þetta atriði út af fyrir sig er mjög athugunarvert, að ekki skuli svona há »fragt« ásamt tollinum, 20–50 kr. af mótorbátum, auk sjálfra mótoranna, og 4–5 krónur af hverri «skegtu« geta aukið bátasmíð í landinu.