11.08.1914
Neðri deild: 40. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 28 í B-deild Alþingistíðinda. (32)

120. mál, stjórnarskrá

Jón Magnússon:

Eg stend ekki upp til þess að andmæla háttv. 2. þm. Árn. (E. A.). Eg er honum alveg samdóma um, að þetta sé hin eina rétta skýring. En eg vildi bera hönd fyrir höfuð nefndarinnar í stjórnarskrármálinu í fyrra og get ekki viðurkent, að ákvæðið sé illa orðað. Orðalagið er fullljóst og þess vegna óþarft að gera þessa skýringu (E. A.: Eg sagði, að komið hefði fram vafi um þetta atriði). Já, mér er sama, sá vafi er ekki á rökum bygður og skilningur háttv. 2. þm. Árn. er alveg réttur, og vil eg mótmæla, að nokkur efi geti í rauninni á þessu leikið.