24.07.1914
Neðri deild: 20. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 387 í B-deild Alþingistíðinda. (400)

55. mál, vörutollur

Matthías Ólafsson :

Það hefir verið regla þeirra háttv. þingm., sem talað hafa í þessu máli, að byrja á endanum, og þykir mér þá vel hlýða, að feta í þeirra fótspor.

Það var leiðinlegt fyrir háttv. framgögum. (B. Kr.), að fara út í samanburð á verðtolli og vörutolli. Eg álít skoðun hana á þessu efni alveg ranga. Þetta dæmi, sem hann kom með um feðgana, á alveg eins við um vörutollinn. Það má alveg eins fara í kringum þann toll. Hvað mundi geta hindrað bróður háttv. framsögum. í Hamborg, sem hann á raunar ekki, að senda framsögumanni vörur, sem settar væri í ódýrara flokki en þær ætti að vera? Hvað gæti innheimtumaður sagt við því?

Háttv. framsögum. (B. Kr.) minntist á, hvað hann hefði unnið til samkomulaga í nefndinni. Þetta er rétt hjá honum, enda frumv. nú með breyt.till. nefndarinnar miklu aðgengilegra, svo að eg get nú greitt atkvæði með því þannig breyttu, jafnvel þótt mér þyki það ganga helzti langt í tollunum á aumum vörum, sem sjávarútveginum er nauðsynlegar, t. d. í því að færa segldúk upp í dýrara flokk, en þetta get eg látið mér lynda, úr því að aðrar vörur, sem að sjávarútvegi lúta, eru færðar í ódýrara flokk.