11.08.1914
Neðri deild: 41. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 41 í B-deild Alþingistíðinda. (41)

120. mál, stjórnarskrá

Bjarni Jónsson :

Eg vil að eins benda á það, að það var samhuga álit allra, sem í nefndinni sátu, til hvaða flokks sem þeir töldust, að varlegra væri að hreyfa andmælum og samþykkja fyrirvara um leið og stjórnarskráin væri afgreidd. Það getur því aldrei orðið vafamál eftir á, að Íslendingar hafa engum rétti afsalað, sem þeir hafa áður átt. Afstaða ráðherra er því góð. Hann getur með góðri samvizku sagt, að enga hafi deilt á um aðalatriðin. Það eina, sem á, milli bar, var orðalagið. Og þegar það verður krufið, hvaða lagalega þýðingu samþykt þingsins áðan hefir haft, þá verður því ekki neitað, að allir þm. hafa. verið sammála um það að afsala engum rétti.