28.07.1914
Neðri deild: 23. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 407 í B-deild Alþingistíðinda. (423)

83. mál, styrkur fyrir Vífilsstaði

Forseti (P. J.):

Eg býst við, að ekki verði rætt meira um formhlið málsins. Það er komið í óvænt efni, og eg held því, að réttast sé, að úrskurður um það verði feldur af hinum reglulega forseta. Eg hygg, að það sé æskilegast samkvæmt bendingu hæstv. landritara, að málið verði ekki aftur til meðferðar fyrr en ráðherra er kominn heim. Eg leyfi mér því að taka þetta mál og hin önnur, sem á dagskrá eru og öll eru sams konar, út af dagskrá.