04.08.1914
Neðri deild: 34. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 422 í B-deild Alþingistíðinda. (442)

84. mál, hornviti á Grímsey á Steingrímsfirði

Jón Jónsson:

Það eru aðeins örfá orð. Það vita allir, hvernig á þessari beiðni um vita stendur, og er því óþarft að orðlengja um það. Ef ekki verður bygður viti á þessum stað, er hætta á að skip komi ekki inn á hafnir á Húnaflóa. Það virðist vera sjálfsagt, að þessi landshluti sé ekki hafður útundan með skipaferðir, enda er það tekið fram í samningum við Bergenska gufuskipafélagið, að skip þess skuli hafa viðkomustaði þar, gegn því að viti sá, er hér ræðir um, sé reistur. Það er því sjálfsagt að veita þennan styrk, svo að ekki sé hægt að líta svo á, að stjórnin hafi rofið samninga um þetta atriði.