03.07.1914
Neðri deild: 2. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 45 í B-deild Alþingistíðinda. (45)

113. mál, kosningar til Alþingis

Skúli Thoroddsen:

Hér er um mikilvægt mál að ræða og vandasamt, og tel eg því sjálfsagt, að þingið telji sér skylt að taka það til rækilegrar íhugunar.

Að því er sum ákvæði frumvarpsins snertir, skal eg lýsa yfir því, að eg álít ekki rétt, að þau nái fram að ganga að þessu sinni, eins og eg hefi vikið að í blaði mínu, og á eg þar þá einkum við aðra skiftingu kjördæmanna en nú er, og að tæplega sé rétt að ganga þá lengra en að skifta tvímenningskjördæmunum, sem nú eru, í einmenningskjördæmi.

Sum ákvæði frumvarpsins eru á hinn bóginn bráðnauðsynleg, eins og t. d. eigi hvað sízt ákvæðin um kosning sjómanna.

Eg skal að svo mæltu leyfa mér að stinga upp á 7 manna. nefnd, og leggja til, að 1. umr. sé frestað.