12.08.1914
Neðri deild: 42. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 430 í B-deild Alþingistíðinda. (457)

82. mál, listaverk Einars Jónssonar

Guðmundur Hannesson :

Eg ætla engan veginn að halda því fram, að þessi byggingaráætlun háttv. þm. Dal. (B. J.) hafi verið á góðum grundvelli bygð. En eg vona, að allir háttv. deildarmenn muni, að hann tók það einnig vendilega fram, að myndirnar mætti sýna í þessum skúr. (Bjarni Jónsson: Eg sagði að háttv. 1. þingm. Húnv. mundi þá þurfa góðan yfirfrakka, ef hann ætlaði sér að skoða myndirnar að vetrarlagi). Háttv. þm. (B. J.) hefir þá fallið frá þessari fyrirætlun sinni, til þess að spara yfirfrakkann minn.