06.08.1914
Neðri deild: 36. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 440 í B-deild Alþingistíðinda. (465)

112. mál, steinsteypubrú á Langá

Flutningsm. (Jóhann Eyjólfsson) :

Eg þarf ekki að tala langt mál fyrir þessu frumv. Nú nýlega kom eg með þingsályktunartillögu, sem var líks efnis, en sem ýmsir þingmenn vildu ekki greiða atkvæði sitt, en mér hefir skilist á sumum af hinum sömu mönnum, að þeir mundu heldur vera með því í þessum búningi, og eg treysti nú, að svo muni reynast.

Um málið urðu svo miklar umræður síðast, að ekki þarf að skýra það nú. En nafnakalls vil eg óska um frumv.