30.07.1914
Neðri deild: 26. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 460 í B-deild Alþingistíðinda. (495)

101. mál, Norðurálfuófriðurinn

Guðm. Hannesson :

Það er aðeins stutt athugasemd. Eg get byrjað á því, sem háttv. 2. þm. Árn. (E. A.) endaði á, að ekki væri víst, að samgöngur héldist við Ísland. Skárri er það styrjöldin, sem háttv. þm. heldur að verði, ef hann býst við því, að svo geti farið, að ekkert stórveldanna fljóti ofansjávar.

Eg get ekki sagt honum, hvert stórveldanna flýtur, en fljóti eitthvert þeirra, sem eg efast ekki um, þá er eg handviss um, að það gripi fegins hendi við þeim matvælum, sem vér gætum látið það hafa, og væri fúst til að skifta. Það hefir verið fullyrt og sett í blöðin, að hér í Reykjavík væri nú þriggja milj. kr. virði af saltfiski, og eg er illa svikinn, ef ekki eru fyrirliggjandi nú fyrir norðan nokkur þúsund tunnur af síld. Eg sé því, enn sem komið er, enga ástæðu til þess að vera að tala um yfirvofandi hungursneyð.