02.08.1914
Neðri deild: 30. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 479 í B-deild Alþingistíðinda. (522)

107. mál, gullforði Íslandsbanka

Bjarni Jónsson:

Eg vildi aðeins spyrja um það, hvort nokkuð væri á móti því að breyta 1. gr. þannig, að orðin »eftir ósk bankastjórnarinnar« félli burt. Eg kann ekki við slíkt orðalag á löggjafarmáli frá alþingi, því að þar með væri lagt undir bankann frumkvæði í alþjóðar nauðsynjamáli, og gæti hann því valdið, að engin bót yrði á gerð, þótt voði væri fyrir dyrum.