02.08.1914
Neðri deild: 30. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 479 í B-deild Alþingistíðinda. (524)

107. mál, gullforði Íslandsbanka

Einar Jónsson:

Eg tek undir með háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.), að eg vil leggja það til, að 3. gr. frumv. verði feld, en hinar samþyktar óbreyttar. Eg man ekki betur en svo standi í Sparisjóðslögunum, sem eldri eru en þetta frumvarp, að minsta kosti er Svo ákveðið í reglugerðum ýmsra sparisjóða, að hverjum manni sé heimilt að taka út 50 kr. af innstæðufé sínu án nokkurs uppsagnarfrests. En nú er farið fram á það, að landsstjórnin geti ákveðið, hversu mikið menn megi taka út vikulega og bannað allar útborganir ef henni þóknast, hversu mikið sem einn eða annar á inni í sparisjóð eða banka og hversu mikið, sem hann varðar að hafa fé sitt í eigin höndum. Raunar er eg ekki lögfræðingur, en eg sé ekki að þessu verði viðkomið án þess að sparisjóðslögunum sé breytt, en um það segir ekkert í þessu frumvarpi. Eg verð því að leggja á móti því, að 3. grein verði samþykt.