02.08.1914
Neðri deild: 30. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 481 í B-deild Alþingistíðinda. (526)

107. mál, gullforði Íslandsbanka

Sveinn Björnsson :

Út af bendingu háttv. þm. N.-Þing. (B. Sv.) skal ég taka það fram, að ég tel rétt, til frekari fullvissu, að skjóta inn á eftir orðinu «póstávísanir« í 2. gr. frumvarpsins orðunum og póstkröfuávísanir«. (Hannes Hafstein: Það er annað). Mér er sagt af manni, sem póstmálum er kunnugur, að aldrei sé um annað talað af þessu tagi en póstávísanir og póstkröfuávísanir. Þetta hlýtur því að vera nægilegt ákvæði.