02.08.1914
Neðri deild: 31. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 481 í B-deild Alþingistíðinda. (529)

107. mál, gullforði Íslandsbanka

Bjarni Jónsson :

Eg hafði hugsað mér að bera fram breyt.till. í þá átt er ég nefndi áðan við 1. umr. að upphaf 1. gr. orðist svo: «Íslandsbanki skal leystur« o. s. frv. og að aftan við málsgreinina bætist: »Leita skal samþykkis bankastjórnarinnar til þessarra ráðstafana«. Ef greinin væri orðuð svo, er ekki gefið í skyn, að bankastjórnin skuli eiga upptökin að þessum ráðstöfunum og þær gerðar eftir hennar innblæstri, en hins vegar eru kröfur landstjórnarinnar ekki gerðar einhlítar fyrir því. Vildi eg beina þeirri spurningu til nefndarinnar, hvort hún getur ekki fallist á þessa breyt.till.