10.08.1914
Neðri deild: 39. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 486 í B-deild Alþingistíðinda. (546)

111. mál, strandferðir

Framsögum. (Sveinn Björnsson) :

Eg get verið ósköp stuttorður. Eins og eg tók fram í framsögunni um þingsál.tillöguna um sama efni, sem samþykt var áðan hér í deildinni, þá skoðaði eg þá framsögu jafnframt reifingu á þessu máli. Þetta frumv. er fram komið vegna þess, að skipin, sem ætluð eru til strandferðanna, verða dýrari, en áður var ætlast til, og því er farið fram á, að landstjórninni sé heimilað að auka hluttöku landssjóðs í Eimskipafélaginu um 100 þús. kr., og afleiðingin af því er aftur sú, að einnig er farið fram á að heimila stjórninni að taka alt að 50 þús. kr. hærra lán, en heimild er til eftir strandferðalögunum frá því í fyrra. Jafnframt er ætlast til að feldar verði úr strandferðalögunum þær greinar, sem eiga við landssjóðsútgerðina, með því að gera má ráð fyrir, að endanlegir samningar um strandferðir verði gerðir við Eimskipafélagið, þar sem stjórn þess hefir tjáð sig fúsa til að ganga að þeim skilyrðum, sem talað er um í þingsál.till. sem áðan var samþykt. Eg skal þó geta þess, að hæstv. ráðherra (S. E.), sem því miður er ekki hér í salnum, mintist á það við mig, að ekkert myndi gera til þó að þessar greinar, 2., 3. og 4. gr. Strandferðalaganna, fengi að standa áfram, en hins vegar væri það tryggara, ef eitthvað ófyrirsjáanlegt kæmi fyrir, t. d. í sambandi við ófriðinn, sem gerði það að verkum, að ekki væri unt að fá skip Eimskipafélagsins smíðuð. Eg býst við, að háttv. meðnefndarmenn mínir hefði ekkert á móti því, þó að slík breyting væri gerð við 3. umr. málsins. (Lítið hlé).

Meiri hluti nefnarinnar felst á að taka aftur 2. gr. frumv.