03.07.1914
Neðri deild: 2. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 64 í B-deild Alþingistíðinda. (58)

113. mál, kosningar til Alþingis

Magnús Kristjánsson :

Það var að eins stutt athugasemd út af seinustu orðum hæstv. ráðherra.

Eg hélt því aldrei fram, að seinni liður 1. gr. frumv. kæmi í bága við stjórnarskrána. Eg spurði einungis um, hvort nauðsynlegt væri að taka þetta ákvæði upp í kosningarlögin.

Hæstv. ráðherra gaf mér ekkert svar upp á hina athugasemdina, viðvíkjandi 19. gr. frumv., en það getur gjarnan beðið.