30.07.1914
Neðri deild: 25. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 497 í B-deild Alþingistíðinda. (580)

15. mál, sveitarstjórnarlög

Matthías Ólafsson :

Eg er samdóma háttv. 2. þm. N.-Múl. (J. J.) um nauðsyn þessa frumvarps. En mér finst það eigi ganga nógu langt. Eg sé enga ástæðu til þess, að sýslunefndaroddviti hafi nokkurt atkvæði, þegar hann á ekki heima í héraðinu. Til dæmis sýslumaðurinn í Norður- og Vestur-Ísafjarðarsýslu, hann hefir atkvæði í sýslunefnd beggja sýslnanna, en á heima í Ísafjarðarkaupstað.

Þetta virðist mér rangt og vil því leyfa mér að koma, við næstu umræðu málsins, fram með svo hljóðandi viðaukatillögu: »Oddviti hefir því að eins atkvæðisrétt, að hann eigi heima í sýslufélaginu«.