06.08.1914
Neðri deild: 36. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 510 í B-deild Alþingistíðinda. (591)

15. mál, sveitarstjórnarlög

Magnús Kristjánsson:

Eg vona að menn athugi það nákvæmlega, að hér er að eins um það að tala að breyta frv. þannig, að það verði nokkurn veginn skýrt, hvað meint sé með því. Það er um það að ræða, hvort síldveiði á bátum sé talin með bátfiski eða ekki. Eg skil ekki, hvernig háttv. framsögum. meiri hl. fer að halda því fram, að síldveiði á bátum sé ekki bátfiski. Þegar um það er að ræða, hvort brt. á þskj. 358 skuli ganga fram eða eigi, þá er það sama sem að ræða um, hvort fyrirbyggja eigi vafninga og málaferli, sem risið geta út af frv. eða ekki.

Mér finst háttv. frams.m. meiri hl. (M. Ól.) geri of mikið úr gróðanum af síldveiðinni. Eg er ekki viss um, að hann sé eina mikill og háttv. frams.m. virðist halda. Eg hygg að háttv. framsögum. m. hl. hafi fyrr meir fengist við þann veiðiskap, og eg hygg, að hann hafi ekki haft hagnað af honum. Síldarútgerð hefir stórkostleg útgjöld í för með sér, svo að þótt talsvert fáist í aðra hönd, þá sýnist hagnaðurinn oft meiri en hann er. Og eg hygg, að hreppsnefndir sé yfir höfuð ekki færar að dæma um, hve mikill hagnaðurinn er í raun og veru. Þetta er aðalástæðan til þess, að eg er andvígur þessu ákvæði frv. Eg vona því að brt. á þskj. 358 verði samþ.