24.07.1914
Neðri deild: 19. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 565 í B-deild Alþingistíðinda. (645)

79. mál, fjáraukalög 1914 og 1915

Einar Arnórsson :

Það er aðeins lítil fyrirspurn til stjórnarinnar. Eins og kunnugt er, var sett milliþinganefnd síðastliðinn vetur til þess að koma fram með tillögur um gerð íslenzka fánans. Sennilega mun sú nefnd hafa kostað eitthvað, og hefi eg og margir fleiri búist við, að stjórnin færi fram á útborgunarheimild til hennar á þeim fjáraukalögum, sem hér liggja fyrir. Nú vildi eg beina þeirri spurningu til stjórnarinnar, hvort slík útborgunarheimild sé væntanleg.