08.08.1914
Neðri deild: 38. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 684 í B-deild Alþingistíðinda. (693)

72. mál, hlutafélagsbanki

Sveinn Björnsson :

Út af orðum háttv. 1. þm. Eyf. (H. H.), skal eg lýsa yfir því, að eg er samþykkur þeirri grundvallarreglu efri deildar, að seðlaaukningin fari fram í hlutfalli við hlutaféð. Ég skoða þetta frumvarp að eins sem bráðabirgðaráðstöfun, sem nauðsynleg sé, eftir því sem sakir standa. Eg lít svo á, að þessi seðlaaukning bankans sé í rauninni sama sem ábyrgð landssjóðs á 350 þús. kr. fyrir bankann, þannig að ef bankinn hrynur, sem eg geri þó ekki ráð fyrir, verði það að skoðast sem siðferðileg skylda landssjóðs að leysa inn seðlana. Fyrir því felst eg líka á ástæður þær, sem í nefndarálitinu eru færðar fyrir því, að landið taki að sér eftirlit með bankanum.

Með þessu hefi eg að eins viljað gera grein fyrir atkvæði mína og undirstryka eg það, að mitt atkvæði með frumv. er að eins bundið við það, að frumv. er bráðabirgðaráðstöfun, en sama skildist mér og vera skoðun háttv. 1. þingm. Eyf. (H. H.).