10.08.1914
Neðri deild: 39. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 726 í B-deild Alþingistíðinda. (703)

72. mál, hlutafélagsbanki

Björn Kristjánsson:

Eg þarf ekki að svara ræðu háttv. 2. þm. Árn. (E. A.). Ræða hans var að mestu leyti almenns efnis og hefir því litla þýðingu fyrir úrslit þessa máls, enda heilsteypt prókúratorræða. Aðeins ætla eg að bæta dálitlu við í svari mínu til háttv. 1. þm. Eyf. (H. H.). Eg mun hafa komist svo að orði í svari mínu um hættuna fyrir seðlabanka að hafa sparisjóð, að hættan væri tvenskonar, en áhættan er tvöföld, eins og eg áður hélt fram, því að þótt bankinn geti borgað sparisjóðsinneigendum út í seðlum í svipinn, þá geta þeir, — ef annars er uppþot samstundis heimtað gull í yrir seðlana.

Og það er þessi tvöfalda hætta, sem stofnendur Íslandsbanka vildu forðast.