18.07.1914
Neðri deild: 15. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 736 í B-deild Alþingistíðinda. (716)

7. mál, girðingar

Pétur Jónsson; Eg hefi ekkert á móti því, að óheppilegum lögum sé breytt. En eg hefi á móti þessari verknaðaraðferð, að vera að káka við smálagabreytingar á hverju þingi. Það getur oft þurft að breyta einstökum atriðum, án þess að breytingin sé svo bráðnauðsynleg að hún þoli enga bið. Eg held að heppilegra væri að safna í sarpinn og koma heldur fram með fleiri breytingar í einu. Eg býst við, að mér þætti það ekki þægilegt, væri eg sá sem laganna ætti að gæta, að fá urmul af smábreytingum á hverju þingi. Það er þetta, sem eg er á móti.